Allt hjálpar í tíð sem þessari!

Er ekki málið að líta aðeins á staðreyndirnar og skoða hvers vegna ríkisstjórnin hefur ákveðið að leyfa hvalveiðarnar:

 Nú þegar Ísland mætir einni stærstu kreppu sem við höfum glímt við munu margir einstaklingar búast við að missa vinnu á næstunni, ef þeir eru ekki búnir að því nú þegar. Þar af lútir að margar fjölskyldur munu væntanlega eiga í miklum erfiðleikum þetta árið, ef ekki lengur. Gjaldeyrishöft, stýrivextir, alþjóðlegt vantraust og fleira í þeim dúr ætlar að sliga mörg af okkar fyrirtækjum svo það virðist ekki vera hamingjan ein á Íslandi í dag.

 Því tel ég það einfaldlega vera mjög ábyrgðarfullt af ríkisstjórninni að bregðast við með þessum hætti og leyfa hvalveiðar að nýju.

Með því að hefja veiðar munum við sporna við atvinnuleysi, og þar sem Japan er nú búið að opna fyrir sölu af hrefnukjöti inn í landið erum við með öruggan kaupanda, og þar af leiðandi gjaldeyri inn í landið ( talið er að það verði um ca. 5 milljarðar á ári...ætti að geta hjálpað okkur örlítið í kreppunni myndi ég telja ).

 Hver segir svo að það sé ekki hægt að blanda saman hvalaveiðum og hvalaskoðun???? Mér persónulega finnst það bull! Auðvelt er að setja skýr mörk um hvar hverjir mega vera, og ég efast stórlega um að við missum mikið af ferðamönnum útaf því að við erum að reyna að bjarga okkur upp úr kreppunni.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband