Gestabók
Skrifa í Gestabók
Gestir:
Bull?
Bull er rosa töff orð, gefur umræðunni dýpt og þunga. En raunin er sú að þegar við gleymum okkur að rífast um hver hefur rétt fyrir sér þá er sannleikurinn sá að ferðamannaiðnaðurinn (sem þú gerir víst lítið úr í þinni grein) uggandi yfir þessari ákvörðun, það hef ég eftir sjálfum mér sem er nátengdur og hef starfað í þessum bransa í mörg ár og hátt settu fólki innan geirans. Sem má nefna í framhjáhlaupi að er einn af grunnatvinnuvegum landsins og hefur og mun alltaf verða. Til að byrja með var tímasetning fyrrv. ráðherra allléleg og bara til þess fallin að við skríllin stæðum eftir að rífast um einhverja rökleysu og einmitt "bull", staðreyndin er hinsvegar sú og sú staðreynd hjálpar okkur að hreinlega hætta allri umræðu um þetta mál, þessar afurðir munu ekki seljast...punktur....markaðurinn í Japan er mettaður. Norðmenn hentu stórum hluta af sínum afurðum í fyrra og þessi svakalega aukning er gangslaus með öllu, hrefna selst ágætlega en Japanir veiða sjálfir Langreyð. Japanskt efnahagskerfi barmar á sömu brún og við og hyldýpið er djúpt sem þér ætti að vera kunnugt ef þú vinnur í banka, ef ekki þá hvet ég þig til að kynna þér betur málin innahúss hjá þér. Ég er ekkert á móti hvalveiðum en tel okkur best farið að veiða hval okkur til matar og ef fólk er sólgið í hann getur það bara komið til íslands og smakkað, saga okkar er blóði drifin í hvalveiðum og erum við tilbúin til að hefja sama leikinn aftur? Og svo að lokum hvert yrði markmiðið? Er markmiðið að viðhalda og endurreisa lifnaðarhætti okkar síðustu 10-15 ár? Hér líður enginn neyð í raun og veru, engin hörð barátta...hér lifum við í upphitaðri matarkistu langt frá hörmungum heimsins. Gangi þér vel Lilja og takk fyrir að lesa þetta. Kv Gústi gustichef@hotmail.com
Ágúst Már Garðarsson (Óskráður, IP-tala skráð), fim. 19. feb. 2009